Ísland: Samtal við samfélagið – Ójöfnuður í menntun á Norðurlöndunum? (Hljóð)

Ísland / 29. apríl 2018 / Höfundur: Kjarninn Miðlar / Heimild: Player FM

Í hlaðvarpi vikunnar ræðir Sigrún við David Reimer, professor í menntunarfélagsfræði við háskólann í Árósum. David hefur stundað rannsóknir tengdar menntun um árabil og beint sjónum að ójöfnuði í menntun, og þá sérstaklega hvernig hann getur skapast þegar nemendur færast frá einu menntastigi yfir á annað. Þau Sigrún ræða um menntakerfið á Norðurlöndum, hvað við vitum um ójöfnuð í menntun bæði á Norðurlöndunum og utan þeirra, og hvernig ólík skólakerfi búa til ólíka möguleika fyrir nemendur, til dæmis út frá því hversu lengi nemendur geta valið ólíkar námsleiðir. Þessi umræða á sérlega mikið erindi við íslenskt samfélag í augnablikinu þar sem mikið er rætt um skólamál almennt og aðbúnað kennara og nemenda.

 

Heimild viðtalið:

https://player.fm/series/kjarninn-hlavarp/samtal-vid-samfelagid-ojofnudur-i-menntun-a-nordurlondunum

Comparte este contenido: